Mest spilaða lag ársins 2013 á Rás 2

Þannig týnist tíminn er mest spilaða lag ársins 2013 á Rás 2. Ég tjáði höfundi lagsins, Bjartmari Guðlaugssyni eftir að hann söng inn prufuupptöku lagsins inn á harða diskinn á Hagamel, að þetta lag væri ekkert annað en sálmur og ég kysi hafa útsetninguna látlausa í meira lagi. Ragnar Bjarnason söng lagið síðan inn án mikilla tilþrifa; meira sem sögumaður og tók vel í að hafa þetta svona í dýpri kantinum. Það var passað upp á að víbratóið væri ekki mikið og nóturnar ekki of langar. Eftir að hann hafði sungið lagið allt yfir datt okkur í hug að prófa þetta sem dúett og Lay Low söng inn sínar línur áreynslulítið að vanda. Það er gaman þegar vel tekst til. Þess má geta að Ragnar Bjarnason verður 80 ára á næsta ári. Þá ættum við að gefa honum blóm eða eitthvað viðlíka. Ekki satt?

Share : facebooktwittergoogle plus



Engin athugasemd.

Skrifaðu athugasemd