Ragnar Bjarnason

jonograggi

Ragnar Bjarnason, hinn 79 ára og síungi tónlistarmaður, heimsótti mig reglulega í sumar. Ég aðstoðaði hann við upptökur á sólóplötu sem kom út á dögunum og heitir Falleg hugsun.. Á plötunni er að finna 11 ný lög og texta eftir hæfileikafólk. Meðal höfunda eru Magnús Þór Sigmundsson, Jón Jónsson, Valgeir Guðjónsson, Bragi Valdimar Skúlason og Jón Ólafsson.  Hvet ykkur til að hlýða á gripinn.  Ragnar Bjarnason toppar sig nú með hverju árinu sem líður.  Reikna með honum öflugum árið 2014 þegar hann verður áttræður.

Share : facebooktwittergoogle plus

John Grant og Sweet World

grant

 

Lag mitt Sweet World var samið árið 1995 ef mig misminnir ekki. Það var samið við texta eftir upptökustjórann Ken Thomas sem vann töluvert með okkur í Nýdönsk.  Árið 1998 kom það til greina inn á Húsmæðragarðinn, plötu Nýdanskrar sem kom út árið 1998 en mætti þar afgangi.  Önnur ballaða, Óskrifað blað, varð fyrir valinu í það sinnið.  Það var ekki fyrr en árið 2001 sem Sweet World kom loks út og þá auðvitað með íslenskum texta eftir Björn Jörund. Hlaut lagið nafnið Flugvélar og vakti ekki sérstaka athygli fyrr en árið 2002 þegar látlaus píanóútgáfa lagsins kom út á safnplötunni Freistingar.  John Grant flutti svo lagið með okkur á tónleikum í Hörpu 21.sept s.l. við mikinn fögnuð viðstaddra og það verður að segjast eins og er að kappinn flytur þetta skrugguvel.  Þau tíðindi bárust svo á dögunum að lagið hefði hlotið töluverða spilun í Færeyjum!  Vegir lagsins virðast órannsakanlegir.

 

 

Share : facebooktwittergoogle plus

B-hliðin og Albúmið

efstaleiti

Ég hef löngum haft annan fótinn í fjölmiðlum og tel þann vettvang eiga ágætlega við mig.  Nú ber svo við að þættir sem ég kem nálægt eru í umferð bæði á Rás 1 og Rás 2.  Á Rás 1 er ég með þátt sem kallast B-hliðin. Hann er sendur út á laugardögum kl.17.00. Í hverjum þætti fæ ég til mín gest sem ég spjalla við um daginn og veginn. Í lokin flytjum við svo gamalt íslenskt einsöngslag. Á Rás 2 er svo verið að endurflytja Albúms-þætti okkar Kristjáns Freys sem voru fyrst á Rás 1, rúmlega 60 talsins.

 

Share : facebooktwittergoogle plus