John Grant og Sweet World

grant

 

Lag mitt Sweet World var samið árið 1995 ef mig misminnir ekki. Það var samið við texta eftir upptökustjórann Ken Thomas sem vann töluvert með okkur í Nýdönsk.  Árið 1998 kom það til greina inn á Húsmæðragarðinn, plötu Nýdanskrar sem kom út árið 1998 en mætti þar afgangi.  Önnur ballaða, Óskrifað blað, varð fyrir valinu í það sinnið.  Það var ekki fyrr en árið 2001 sem Sweet World kom loks út og þá auðvitað með íslenskum texta eftir Björn Jörund. Hlaut lagið nafnið Flugvélar og vakti ekki sérstaka athygli fyrr en árið 2002 þegar látlaus píanóútgáfa lagsins kom út á safnplötunni Freistingar.  John Grant flutti svo lagið með okkur á tónleikum í Hörpu 21.sept s.l. við mikinn fögnuð viðstaddra og það verður að segjast eins og er að kappinn flytur þetta skrugguvel.  Þau tíðindi bárust svo á dögunum að lagið hefði hlotið töluverða spilun í Færeyjum!  Vegir lagsins virðast órannsakanlegir.

 

 

Share : facebooktwittergoogle plus



  • Gylfi on

    Sæll Jón.

    Vegir lagsins eru órannsakanlegir og lagið hefur verið einkennilag félagsskapar sem ég er í, allt frá því að lagið var gefið út.

    Ég man eftir því að hafa hlustað á frásögn í útvarpsþætti þar sem Björn Jr. var að vandræðast með íslenskan texta við lagið og kom eftir göngutúr og sagðist vera kominn með þetta. Orðið sem vantaði væri flugvélar.

    Kannastu við þessa frásögn og ef svo er, geturu bent mér á hvar ég get nálgast þessa frásögn?

    f.h. Complex
    Gh.


    • Jon Olafsson on

      Sæll.
      Ég var með Birni þegar texti lagsins var búinn til, á Möltu nánar tiltekið, árið 2001.
      Get staðfest þetta. Ekki veit ég svosem hvar hann sagði frá þessu en það væri kannski
      best að spyrja hann sjálfan út í það?
      Takk fyrir spurninguna!


Skrifaðu athugasemd