B-hliðin og Albúmið

efstaleiti

Ég hef löngum haft annan fótinn í fjölmiðlum og tel þann vettvang eiga ágætlega við mig.  Nú ber svo við að þættir sem ég kem nálægt eru í umferð bæði á Rás 1 og Rás 2.  Á Rás 1 er ég með þátt sem kallast B-hliðin. Hann er sendur út á laugardögum kl.17.00. Í hverjum þætti fæ ég til mín gest sem ég spjalla við um daginn og veginn. Í lokin flytjum við svo gamalt íslenskt einsöngslag. Á Rás 2 er svo verið að endurflytja Albúms-þætti okkar Kristjáns Freys sem voru fyrst á Rás 1, rúmlega 60 talsins.

 

Share : facebooktwittergoogle plusEngin athugasemd.

Skrifaðu athugasemd