Nýtt efni 2014

Það er útlit fyrir skemmtilegt ár í músíkinni. Hljómsveitin Nýdönsk ætlar að spila ögn meira en árið 2013 og rætt hefur verið um að taka upp nýtt efni. Það væri gaman ef það gengi upp. Sjálfur er ég staðráðinn í að senda eitthvað frá mér á árinu – tel það löngu tímabært. Síðasta sólóplatan mín, Hagamelur, kom út árið 2007 góðir hálsar. Sönglögin hafa safnast upp auk þess sem ég er að fikta í elektróník líka. Sjáum hvað setur!

Share : facebooktwittergoogle plusEngin athugasemd.

Skrifaðu athugasemd