Tónleikar á Gljúfrasteini

Á sunnudaginn kemur, 22.júní, held ég tónleika í Gljúfrasteini, húsi sem oftar en ekki er kennt við Halldór Laxness. Í stofunni er forláta flygill sem ég fæ til brúks og verður spennandi að prófa gripinn. Til að ramma tónleikana inn ákvað ég að einblína á lög sem ég hef samið við íslensk ljóð frá ýmsum tímum. Meðal höfunda eru Halldór Laxness, Stefán Máni, Jónas Guðlaugsson, Ólafur Haukur Símonarson og Hallgrímur Helgason. Tónleikarnir hefjast kl.16.00 og miðaverð er 1500 kr.-

Share : facebooktwittergoogle plus



Engin athugasemd.

Skrifaðu athugasemd