Jón Ólafsson (2004)

Útgáfudagur: Maí 2004
Útgáfa: Eyrað ehf.

Fyrsta sólóplata mín kom út í maímánuði árið 2004 og inniheldur 11 lög. Eitt laganna, Sunnudagsmorgunn, náði miklum vinsældum og mun sjálfsagt fylgja mér um aldur og ævi. Textarnir eru eftir hæfileikamenn eins og t.d. Hallgrím Helgason og Ólaf Hauk Símonarson.

KAUPA

Hagamelur (2007)

Útgáfudagur: 9. okt. 2007
Útgáfa: Eyrað ehf.

Önnur sólóplata mín, Hagamelur, kom út árið 2007. Lögin tíu eru frumsamin sem og allir textarnir nema tveir. Í öðrum þeirra hjálpar Björn Jörundur til og Halldór nokkur Laxness á einn texta sem heitir Tvær ferskeytlur og viðlag.

KAUPA