Áður en ég ákvað að gerast atvinnumaður í tónlistinni árið 1986 íhugaði ég alvarlega að nema fjölmiðlafræði. Ég hafði skrifað í dagblöð, starfað við útvarp og sjónvarp og fannst þetta liggja ágætlega fyrir mér. Þrátt fyrir að tónlistin hafi tekið völdin hef ég oftar en ekki verið með annan fótinn á ljósvakamiðlum. Í dag stýri ég þætti á Rás 1 sem kallast B-hliðin á Rás 1 auk þess sem verið er að endurflytja Albúms-þætti okkar Kristjáns Freys Halldórssonar á Rás 2. Tæknin er svo fullkomin að það er ekki einu sinni nauðsynlegt að hlýða á þættina á þeim tíma sem þeir eru sendir út. Hér eru hlekkir á herlegheitin:

B-hliðin
Albúmið