Ragnar Bjarnason

jonograggi

Ragnar Bjarnason, hinn 79 ára og síungi tónlistarmaður, heimsótti mig reglulega í sumar. Ég aðstoðaði hann við upptökur á sólóplötu sem kom út á dögunum og heitir Falleg hugsun.. Á plötunni er að finna 11 ný lög og texta eftir hæfileikafólk. Meðal höfunda eru Magnús Þór Sigmundsson, Jón Jónsson, Valgeir Guðjónsson, Bragi Valdimar Skúlason og Jón Ólafsson.  Hvet ykkur til að hlýða á gripinn.  Ragnar Bjarnason toppar sig nú með hverju árinu sem líður.  Reikna með honum öflugum árið 2014 þegar hann verður áttræður.

Share : facebooktwittergoogle plusEngin athugasemd.

Skrifaðu athugasemd